Tilfinninga Blær

08 Jan 2019

Leikskólinn fékk góða gjöf á nýju ári. Minningarsjóður Einars Dara sem stendur fyrirþjóðarátakinu Ég á bara eitt líf og félagasamtökin Allir gráta gefa öllum leik- og grunnskólum landsins eintak af bókinni Tilfinninga Blær sem er fræðslubók um tilfinningar ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára.

Bókin er skrifuð í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmynd þeirra og hvernig sé hægt að bregðast við þeim. Bókin fellur því mjög vel í dyggðakennslu leikskólans.

Við færum forsvarsmönnum Minningarsjóðs Einars Darra og Allir gráta bestu þakkir.