news

Tónleikaheimsókn

11 Ágú 2021

Við fengum góða heimsókn í dag. Ungur hljóðmborðsleikari kom til okkar og spilaði fyrir starfsmenn og nemendur leikskólans innan dyra og utan. Kamil, hljómborðsleikarinn, er frændi Kasiu sem starfar hjá okkur á Gili. Hvorki starfsmönnum né nemendum finnst leiðinlegt að fá heimsókn sem þessa. Auðvitað fengu þeir sem vildu að prófa að spila nokkrar nótur og skoða hljómborðið. Takk fyrir okkur Kamil og takk fyrir komuna!