news

Útiskólavika

14 Sep 2020

Dagur Íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert. Í tilefni dagsins munum við í leikskólanum hafa útiskólaviku 14.-18. september.

Í Bolungarvík eru margir staðir sem gaman er að fara á og kanna. Það má því búast við því að sjá nemendur og kennara leikskólans út um allan bæ, að upplifa, læra og njóta.