news

Útiskólavika

19 Sep 2019

Mikið hefur verið að gera í leikskólanum þessa viku. Sérstök áhersla hefur verið á útinám í tilefni þess að dagur Íslenskrar náttúru var mánudaginn 16. september. Börnin hafa farið í fjöruferð, gönguferð í Bernódusarlund, eldað súpu, poppað og margt annað skemmtilegt. Foreldrar eiga von á skemmtilegu Sway fréttabréfi á næstu dögum.