news

Útiskóli

18 Sep 2017

Vikuna 11.-15. september var útiskólavika í leikskólanum.

Við leggjum alltaf áherslu á útiveru og þá sérstaklega í útiskólavikunni. Deildinar unnu margvísleg verkefni meðal annars að æfa sig í að fara í göngutúr út fyrir leikskólalóðina, fóru í fjöruferð og í vettvangsferðir þar sem leitað var eftir umferðarmerkjum og dýrum.

Útiskólavikunni lauk svo með pylsuveislu í Skógræktinni þar sem allir nemendur og starfsmenn leikskólans komu saman. Kveikt var bál og pylsurnar eldaðar yfir eldinum. Í eftirrétt var gætt sér á sykurpúðum.