news

Útskrift

28 Maí 2021

Í dag var hátíðisdagur hjá okkur í leikskólanum þegar elsti árgangur skólans útskrifaðist. Farið var í smá útskriftarferð hér innanbæjar þar sem meðal annars var farið á hestbak og haldin var hamborgarveisla á Bókakaffi. Allir fengu útskriftarskjal og rós við tilefnið og leyndi sér ekki stoltið hjá nemendum okkar og ekki síður okkur kennurunum! Það verður gaman að fygljast með þessum hóp vaxa og dafna enn frekar í nýjum ævintýrum.

Þú ert hugrakkari en þig grunar,

snjallari en þú heldur

og sterkari en þér sýnist.