news

Vel heppnaður námskeiðsdagur

13 Okt 2020

Föstudaginn 2.október var leikskólinn lokaður vegna námskeiðsdags. Dagurinn var heldur óhefðbundinn vegna þess ástands sem hefur skapast í samfélaginu vegna COVID-19. Þau erindi og námskeið sem voru á dagskrá voru öll rafræn. Elsa Pálsdóttir var með námskeið um orðaforðakennslu sem mikilvægt er að hafa í huga í starfi okkar í leikskólanum. Menntakvika, rafræn ráðstefna í menntavísindum, var haldin dagana 1. og 2. október voru öll erindi ráðstefnunnar aðgengileg á netinu. Valin voru þrjú erindi fyrir námskeiðsdaginn okkar sem fjölluðu um tvítyngi og orðaforðakennslu. Einnig var til umfjöllunar betri andleg og líkamleg líðan og buðu þau Sölvi Tryggvason, Rafn Franklín og Gunna Stella uppá fyrirlestra þess efnis.

Mannauður leikskólans er mikill og nýttu við tækifærið og lærðum hvert af öðru. Hver starfsmaður var með kynningu á námsefni sem viðkomandi notar mikið í starfinu.