Vettvangsferð í Villabita

11 Jan 2019

Grænihópur á Kisudeild fór í vettvangsferð með Kristínu Ósk í harðfiskverkunina Villabita. Börnin fengu að sjá ferlið hvernig harðfiskur er verkaður, smökkuðu harðfisk og fengu nesti með sér í leikskólann svo þau gætu leyft vinum sínum að smakka.

Að kynnast nærumhverfi sínu og samfélagi er börnum mikilvægt og nauðsynlegt. Vettvangsheimsóknir líkt og þessi er skemmtileg viðbót við það nám sem fram fer í leikskólanum enda getur nám farið allsstaðar fram.