news

Vinastund í Lambhaga

22 Mar 2019

Nemendur og starfsmenn í Lambhaga buðu til vinastundar í morgun. Sungin voru tvö lög og sögð sagan af litlu gulu hænunni með leikrænum tilburðum. Eftir vinastundina nutu nemendur og starfsfólk samverunnar bæði innandyra og utan.

Það er ánægjulegt að geta komið saman og átt góða stund.