Vinastund

01 Nóv 2018

Föstudaginn, 27. október, bauð Kisudeild til vinastundar á sal í Glaðheimum. Á vinastundinni sungu kisudeildarbörn kisudeildarlagið fyrir vini sína og fóru með klukkuþulu. Einnig var sýnt bókabíó um Einar Áskel og fjallaði bókin um dyggðirnar hjálpsemi, vinsemd og kurteisi.