news

Vináttutré

09 Nóv 2018

Vináttutré barna í leik- og grunnskólanum reis á einum af göngum skólans nú í morgun.

Leikskólabörn og kennarar fóru í heimsókn í grunnskólann þar sem nemendur og kennarar skólans tóku á móti þeim. Verkefni dagsins var að rekja hendur sínar á blað, lita og klippa síðan út. Hendurnar voru merktar með nafni eða upphafsstöfum barnanna. Með því að hengja hendina sína á tréð voru börnin að skrifa undir sáttmála um að standa upp gegn einelti, lofa að taka ekki þátt í því og láta vita ef þau verða vitni að eða verða fyrir einhverskonar einelti.

Tréð er hið myndarlegasta, fjölbreytt og blómlegt og sýnir það svo sannarlega hve vel skólastigin geta unnið saman.