Mat á skólastarfinu

Mat á leikskólastarfi

Mati á skólastarfi er yfirleitt skipt í innra og ytra mat. Með innra mati er átt við sjálfsmat stofnunar, unnið af starfsmönnum hennar. Markmið innra mats er að tryggja að starfsemi skólans sé í samræmi við lög, reglugerðir og aðalnámskrá. Grundvallaratriði innra mats er að það stuðli að umbótum sem bæti skólastarfið og efli skólaþróun. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum. Sjá nánar Lög um leikskóla; VII. kafli;Mat og eftirlit með gæðum leikskólastarfs.

Innra mat

Það er metnaðarmál Leikskólans Glaðheima að allir þættir innra mats taki mið af skýrum gæðaviðmiðum. Innra mat er samofið ölllu skólastarfi og stöðugt til umfjöllunar í öllu skólastarfi skólans. Kennarar, nemendur, foreldrar og fræðsluyfirvöld eru meðvitaðir um með hvaða hætti skólastarfið miðar stöðugt að því að uppfylla eigin gæðaviðmið.

Gæðaviðmið

Gæðaviðmið skólans eru í vinnslu matsteymis og verða sett fram jafnóðum og þau eru klár og samþykkt, þau byggja á gæðaviðmiðum MMS um gæða skólastarf.

Gæðaviðmiðin verða innleidd á næstu þremur til fjórum árum.

Í júní ár hvert skilar leikskólinn greinargerð um innra mat (sjálfsmatsskýrslu) til fræðslumálaráðs Bolungarvíkur með tímasettri umbótaáætlun.

Matsteymi

Skólastjóri: Salóme Halldórsdóttir

Fulltrúi leikskólakennara: Steinunn Ragnarsdóttir

Fulltrúi annars starfsfólks: Kristín Ósk Jónsdóttir

Fulltrúi foreldra: Bjarnveig S Jakobsdóttir


Greinargerðir um innra mat og umbótaáætlanir

Skýrsla um innra mat 2022

Innra mats skýrsla 2021

Umbótaáætlun 2020

Greinargerð um innra mat (sjálfsmat) 2020


Foreldrakannanir

Skólapúlsinn hefur gert foreldrakönnun fyrir leikskólann einu sinni á ári síðan árið 2015. fyrst voru kannanir gerðar árlega en nú eru þær gerðar annað hvert ár eða á oddatöluári.
Hér fyrir neðan má sjá foreldrakannanir síðustu ára.

Foreldrakönnun 2023

Foreldrakönnun 2021

Foreldrakönnun 2020

Foreldrakönnun 2019

Foreldrakonnun 2018

Foreldrakönnun 2017

Foreldrakönnun 2016

Foreldrakönnun 2015

Starfsmannakannanir

Skólapúlsinn hefur gert starfsmannakannanir fyrir leikskólann einu sinni á ári síðan 2015. Fyrstu árin voru gerðar álegar kannanir en núna er þær gerðar annað hvert ár, á sléttu ári.

Starfsmannakönnun 2022

Starfsmannakönnun 2020

Starfsmannakönnun 2018

Starfsmannakönnun 2017

Starfsmannakönnun 2016

Starfsmannakönnun 2015