Skólanámskrá Glaðheima

Hugmyndafræði leikskólans byggist meðal annars á lífsviðhorfi, gildismati, þekkingu og reynslu starfsmanna, ásamt kenningum sem settar hafa verið fram af fræðimönnum og rannsóknum sem gerðar hafa verið á leikskólastarfi.

Leikskólinn leggur áherslu á að barnið sýni virðingu, beri ábyrgð og sé traust.

Stefna Glaðheima er að barnið læri í gegnum leikinn og verði virkt og skapandi í námi sínu og starfi. Barnið er hvatt til að rannsaka og læra af eigin reynslu.

Í gegnum daglegt starf öðlast barnið lífsleikni þar sem leikurinn er aðalnámstæki leikskólans.

Markmið Glaðheima

  • Að barnið, foreldrar og starfsfólk séu ánægð og líði vel í leikskólanum.
  • Að gott samstarf, traust og gagnkvæm virðing skapist milli heimilis og skóla.
  • Að starfsfólk sýni barninu virðingu, hlýju og ástúð í allri umgengni með faglegum og ábyrgum vinnubrögðum.
  • Að efla jákvæða sjálfsvitund, sjálfstraust og sjálfsmynd barnsins þannig að það verði sjálfstæður einstaklingur.
  • Að bjóða upp á fjölbreytt skapandi nám sem efli alhliða þroska barnsins, veki með því forvitni og örvi hugmyndaflug þess.

Leiðarljós Glaðheima

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að agi í skólum skal samrýmast mannlegri reisn barnsins og höfum við því valið okkur eftirfarandi leiðarljós til að vinna eftir

  • Berum virðingu fyrir okkur
  • Berum virðingu fyrir öðrum
  • Berum virðingu fyrir umhverfi og eigum

› Með virðingu að leiðarljósi sköpum við heildstæða og sjálfbæra einstaklinga.


Hér getið þið lesið skólanámskrá Glaðheima