Skólastefna Bolungarvíkurkaupstaðar

Ný skólastefna Bolungarvíkurkaupstaðar var unnin skólaárið 2019-2020. Stefnan er sameiginleg fyrir grunnskóla, leikskóla og tónlistaskóla. Innleiðing skólastefnu Bolungarvíkur er bundin í þriggja ára aðgerðaáætlun. Hver skóli vinnur sína áætlun út frá stefnu sveitarfélagsins. Skólarnir setja sér gæðaviðmið um starfsemi skólanna og gæta þess að áherslur sveitarfélagins og menntastefnu ríkisins birtist í starfsháttum þeirra

Skólastefnuna má sjá hér: Skólastefna Bolungarvíkur

Sérkennslustefna Glaðheima

Leikskólinn er fyrsta skólastigið og eiga öll börn rétt á leikskóladvöl. Í öllu starfi leikskólans er séð til þess að börn fái þann stuðning sem þau þurfa til þess að þroskast og geti átt í árangursríkum og gefandi samskiptum við önnur börn. Í leikskóla án aðgreiningar, skóla fyrir alla, er fjölbreytileikanum í barnahópnum og því sem einsaklingarnir hafa fram að færa, tekið fagnandi. Ef þú vilt kynna þér frekar sérkennslustefnu leikskólans þá má lesa hana hér: serkennslustefna.pdf

Leikskólinn er með þjónustusamning við Tröppu og Litlu kvíðamiðstöðina og sinna þessir aðilar talþjálfun og greiningum.