news

Gjöf frá foreldrafélaginu

06 Jún 2023

Leikskólanum barst gjöf frá foreldrafélaginu.

Gefin voru þrjú sparkhjól sem koma sér vel í útiveruna. Börnin á yngstu deildinni okkar Gili tóku á móti hjólunum og hjóluðu um salinn alsæl og hafa hjólin verið vinsæl í útivist hjá öllum börnum leikskólans. Leikskólinn fékk einnig að gjöf þrjá farsíma. Þeir koma sér vel til þess að taka með í vettvagnsferðir og nýtast einnig sem myndavélar. Okkar markmið er að taka fleiri myndir og deila oftar myndum til foreldra í gegnum Karellen forritið. Það eflir samstarf milli heimila og skóla og gefur foreldrum og forráða mönnum meiri innsýn í starf leikskólans.

Við þökkum foreldrafélaginu og velunnum leikskólans kærlega fyrir rausnarlega gjöf.