news

Hjóladagur

07 Júl 2023

Föstudaginn 7 júlí skein sólin hátt á lofti sem var gleði efni því þá var hjóladagur í leikskólanum. Öll börnin mættu með hjólin sín og hjálminn og hjóluðu saman fyrir framan leikskólann. Götunni var lokað fyrir bílum og gátu börnin hjólað út á götu áhyggjulaus. Minnstu börnin hjóluðu inná lóðinni með kennurunum sínum.

Góður dagur í Glaðheimum :)