news

Nóvember

13 Nóv 2023

Leikskólastarfið gengur sinn vana gang hjá okkur í Glaðheimum og er góður andi bæði í barna- og starfsmannahópnum.

Stór hluti starfsmanna fór til Stokkhólms í námsferð í haustfríinu daganna 25 - 29 október þar sem við fengum fræðslu og kynningu á því hvernig starfið er á tveim leikskólum er þar í landi. Það gefur mikið að skoða starfið á öðrum leikskólum og fá kynningu á þeirra starfi. Við fengum einnig handleiðslu í því að vinna með efnivið sem við finnum í náttúrunni og hvernig er hægt að nota hann á kennslufræðilegann hátt. Við leggjum mikið uppúr útiveru í Glaðheimum og færum leikinn og kennsluna út. Það er þarf ekki að leita langt yfir skammt, oft er efniviðurinn bara beint fyrir framan okkur. Við munum hægt og rólega innleiða eitthvað af því sem við sáum og lærðum í Stokkhólmi inn í okkar starf hér í Glaðheimum.