Útskrift 5 ára barna
20 Sep 2023
Vorið 2023 var tekin ákvörðun um að stofna 5 ára deild í húsi grunnskólans. Það var svo þann 18. september sem starfið hófst formlega. Börn fædd 2018 fluttust þá úr Glaðheimum yfir í húsnæði grunnskólans.
Börnin höfðu verið í aðlögun í tvær vikur og hófst starfið formlega síðastliðinn mánudag. Í dag 20. september var haldin útskrift fyrir börnin úr leikskólanum Glaðheimum, þó leikskólastigi/göngu þeirra sé ekki lokið þá er viðveru þeirra í Glaðheimum lokið og tilefni til að fagna þeim áfanga með börnunum.
Við áttum notalega stud í félagsheimilinu þar börnunum var boðið uppá pítsu, ís og djús. Þau fengu svo afhend útskriftarskírteini og blóm frá leikskólanum.
Takk fyrir samveruna í Glaðheimum!! :)
