news

Blár dagur

02 Apr 2019

Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir Bláum apríl, árlegu vitundarátaki um einhverfu. Í dag, 2.apríl, er blár dagur. Bæði nemendur og starfsmenn leikskólans klæðast flest einhverju bláu til að minna á að einhverfa er alls konar. Með átakinu Blár apríl er fólk hvatt til að kynna sér málefni einhverfra og sýna einhverfum stuðning sem og samstöðu.

Hér má finna bréf sem ætlað er foreldrum í tilefni dagsins og hvetjum við ykkur til að lesa: blár_apríl_2019_-_foreldrabréf.pdf

Einnig má horfa á fræðslumyndbönd um þau Dag og Maríu á vefnum www.blarapril.is