news

Hugsum um umhverfið

07 maí 2018

Við í leikskólanum leggjum áherslu á að barnið sýni virðingu, beri ábyrgð og sé traust. Við viljum að nemendur okkar sýni umhverfi sínu og samfélagi virðingu. Í hópastarfi í leikskólanum er nánast daglega farið í vettvangsferðir um alla Bolungarvík. Hópur barna í Lambhaga fór í göngutúr og höfðu þau með sér ruslapoka og fylltu fimm stykki af rusli!

Börnunum fannst ekki nógu gott að sjá rusl í umhverfi sínu og sýndu þau umhverfinu mikla virðingu með því að tína upp rusl, þau tóku ábyrgð, vel gert!