news

Styrkur til tannverndar í leikskóla

20 Mar 2019

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, úthlutaði í gær, 19.mars, tæpum 90 milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 172 verkefna og rannsókna. Leikskólinn Glaðheimar hlaut styrk úr sjóðnum til áframhaldandi vinnu að verkefninu "Tannvernd í leikskóla" og er þetta í annað sinn sem skólinn fær styrk vegna verkefnisins.