news

Umferðarsnillingar 2022

24 Jún 2022

Í síðustu viku voru elstu nemendur leikskólans í umferðaskóla þar sem fjallað var um öryggi barna í bílnum, hvernig fara eigi yfir götu og hvar öruggast er að hjóla og leika sér úti. Þá var einnig reiðhjólahjálmur skoðaður og farið yfir það hvernig honum er komið fyrir rétt á höfði. Steinunn, deildarstjóri á Grásteini, hafði umsjón með umferðaskólanum en kennsluefni og leiðbeiningar nálgaðist hún frá Samgöngustofu. Umferðasnillingar voru útskrifaðir að umferðaskóla loknum sem var líklega eins gott því í dag var hjóladagur í leikskólanum og fengu krakkarnir að fara á hjólum í fylgd með kennurum í nánasta umhverfi leikskólans, allir með hjálm og með umferðareglurnar á hreinu.