news

Útskrift 2022

03 Jún 2022

Dagurinn í dag hefur verið mikill hátíðar- og gleðidagur hjá okkur í leikskólanum er farið var í útskriftarferð með elsta árgang leikskólans sem telur 11 börn. Mynd af hópnum má sjá neðst í þessari frétt.

Dagurinn byrjaði á rútuferð inn í hesthúsahverfi þar sem farið var á hestbak ásamt því að fá smá sýningu á íslenska hestinum. Við þökkum félögum Hestamannafélagsins Gnýs fyrir móttökuna. Þeir Baldur og Halldór tóku á móti okkur fyrir hönd slökkviliðs Bolungarvíkur. Á slökkviliðsstöðinni fengum við að sprauta úr brunaslöngum, fara í reykköfun! Skoða sjúkrabíl og slökkviliðsbíl. Takk fyrir okkur strákar. Við fáum stundum jógúrt í hádegismatinn og er það þá jógúrt frá Örnu mjölkurvinnslu sem staðsett er hér í Bolungarvík. Það var því ekki úr vegi að fara í heimsókn þanngað þar sem hann Sigurður tók á móti okkur og gekk með okkur um vinnsluna. Bókakaffi var síðasti viðkomustaður dagsins þar sem nemendur og kennarar gæddu sér á hamborgurum og frönskum frá Víkurskálanum. Í eftirrétt var svo Örnu mjólkurís sem við fengum sendan eftir heimsókn okkar í vinnsluna. Takk fyrir okkur ! Þegar komið var aftur í leikskólann fór fram útskrift í sal skólans þar sem skólastýrurnar, Ragnheiður og Guðbjörg, afhentu nemendunum útskriftarskjal og rós.

Þetta er glæsilegur hópur sem er tilbúinn að takast á við ný og krefjandi verkefni. Þú ert hugrakkari en þig grunar, snjallari en þú heldur og sterkari en þér sýnist. Bjarta framtíð.