news

Útskrift 2023

01 Jún 2023

Í vikunni hélt skólahópurinn okkar í útskriftarferð með kennurunum sínum þeim Steinu og Karítas. Börnin byrjuðu á því að fara með rútu inn að hesthúsum þar sem þau fóru á hestbak. Þau kíktu við á slökkvustöðina og fengu að skoða slökkvuliðsbílinn, sjúkrabílinn og prófa að kafa í reyk. Næst héldu börnin í fiskvinnsluna Jakob Valger og fengu að sjá hvernig fiskurinn sem þau borða er unninn og fengu að gjöf fisk. Ferðin endaði í pitsaveislu í félagsheimilinu.

Frábær dagur! Við þökkum einstaklingum og fyrirtækjum bæjarins fyrir að taka á móti okkur:)