Dagur leikskólans

06 Feb 2019

Til hamingju með daginn! Í tilefni af degi leikskólans gerðum við myndband en með því viljum við veita áhorfendum innsýn inn í starfið sem fram fer í leikskólanum. Núna í seinnakaffinu eru nemendur og starfsfólk skólans meðal annars að gæða sér á hátíðar snúðum sem matráðurinn okkar hún Anna Margrét bakaði í tilefni dagsins.

Í leikskólanum fer fram mikilvægt nám fyrir börn og lenda þau í ævintýrum á degi hverjum. Leikurinn er rauður þráður í leikskólastarfinu og í gegnum hann fer fram mikilvægt nám.

Við erum stolt af okkar starfi og við vonum að þið séuð það líka.

Hér má horfa á myndbandið :