news

Heilbrigði og vellíðan

22 Jan 2019

Íþróttir og hreyfing er stór þáttur í leikskólastarfinu. Allir nemendur skólans fá hreyfistundir einu sinni í viku sem stjórnað er af Karitas sem er íþróttafræðingur að mennt. Bangsa- og Kisudeild fá sína hreyfitíma í sal leikskólans en nemendur Lambhaga fara í íþróttamiðstöðina Árbæ.

Með hreyfistundunum stuðlum við að heilbrigði og vellíðan. Lögð er áhersla á að efla hreyfiþroska barnsins, styrk og úthald. Hreyfing þjálfar samhæfingu líkamans og stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan. Ekki má gleyma því hve mikið hreyfistundirnar stuðla að auknum orðaforða barnanna, tjáningu og aukinni félagsfærni.

Það má ekki gleyma að nefna að leikskólinn leggur einnig mikla áherslu á útiveru þar sem allir nemendur skólans fara út tvisvar sinnum á dag. Einnig eru útihópar á hverri deild þar sem útivera er hluti af hópastarfi deildanna.

Guli hópur skipaður tveggja ára börnum af Bangsadeild í íþróttum

Vaskir 4 ára drengir pallauppstigi / pallahoppi í íþróttamiðstöðinni Árbæ.

Börn á sjötta aldursári í veggjaklifri í stöðvavinnu

Úivera er líka hreyfing! Hér er hópur barna af Kisudeild í útihóp þar sem farið var í göngutúr um bæinn, klifið snjóskafla, reynt á úthald og þol.