news

Ný nöfn

03 Sep 2019

Nú heita deildirnar okkar ekki lengur Bangsadeild, Kisudeild, Stekkur og Kvíar. Nú heita þær Gil þar eru yngstu nemendurnir, Grundir þar eru fyrrum Kisudeildarnemendur og Grásteinn þar sem elstu nemendurnir eru. En leikskólinn heitir enn Glaðheimar og Gil er staðsett í Lambhaga en gert er ráð fyrir að Gil verði komið í Glaðheima í mars 2020. Stefnt er að því að í mars 2020 verði allt leikskólastarf komið í nýtt og endurbætt húsnæði við Hlíðarstræti.