news

Sundlotu 2 lokið

12 Mar 2021

Þá er sundlotu 2 formlega lokið. Sundgleraugun frá foreldrafélaginu komu að góðum notum á námskeiðinu við áherslur lotunnar sem var köfun. Allir útskriftarnemendur Grásteins hafa nú náð lágmarksfærni í köfun og þónokkrir kafa eftir hlutum niður á botn grunnu laugarinnar eins og ekkert sé. Allir tóku framförum í öryggi í sundlauginni og hlökkum við til að fara í sundlotu 3 þegar fer að vora og byggja ennfremur ofan á það sem nú hefur náðst. Við bindum vonir við að nemendur okkar fái tækifæri til þess að viðhalda færni sinni þar til í næstu lotu svo við hvetjum foreldra og forráðamenn að skella sér í sund með börnin sín.