news

Sviðsstjóri íþrótta og heilsueflingar

29 Jún 2020

Karitas Ingimarsdóttir sem verið hefur deildarstjóri í leikskólanum hefur nú tekið við starfi sviðsstjóra íþrótta og heilsueflingar. Karitas er íþróttafræðingur að mennt. Hlutverk sviðsstjóra er m.a. að innleiða YAP hreyfiprógram sem er alþjóðlegt verkefni á vegum Special Olympics samtakanna og er markmið að stuðla að markvissri hreyfiþjálfun barna, ekki síst barna með frávik. Verkefnið hefur verið innleitt á Íslandi frá árinu 2015 þar sem hefur verið lögð sérstök áhersla á samstarf við leikskóla. Háskólinn í Boston var samstarfsaðili SOI um uppsetningu æfinga og árangursmælinga. Hlutverk sviðsstjórans er líka að halda utan um verkefnið Heilsueflandi leikskóli, sjá um morgunteygjur, hreyfitíma fyrir öll börn, vatnsaðlögun/sundkennslu, aðstoð við matseðlagerð svo eitthvað sé nefnt. Við erum afar stolt af því að hafa loks náð að láta þennan draum rætast en þetta hefði ekki tekist nema með veglegum stykjum sem leikskólanum bárust í vetur. Það verðu gaman að sjá hvernig Karitas og hinum kennurum skólans muni ganga að þróa verkefnið áfram á næstu árum.