news

Tannverndarvika

13 Feb 2017

Fyrir tveim vikum stóð Embætti landlæknis fyrir tannverndarviku. En því miður var of mikið að gera hjá okkur í leikskólanum til að við gætum sinnt þessu verkefni eins vel og við vildum. Við ætlum því að skella í tannverndarviku núna þessa vikuna. Í fataherbergjum verður plaggat þar sem mynd er af hinum ýmsu drykkjum og hvaða áhrif þeir hafa á tannglerung okkar. Síðan fá allir nemendur blað á klemmuna sína sem foreldrar eru vinsamlegast beðnir að svara og skila til okkar. Þetta blað eru liður í verkefninu Heilsueflandi leikskóli sem við erum að byrja að vinna með.

Myndband, Þetta er ekki flókið.