Útskrift 2017

07 Jún 2017

Nú þegar sumarið er að hefjast fer að líða að kveðjustund hjá elstu börnum leikskólans sem hefja nám í grunnskóla í haust. Miðvikudaginn 31. maí fór fram formleg útskrift hjá þessum flottu börnum. Farið var í heimsókn á slökkvistöðina og í húsakynni Björgunarsveitarinnar Ernis að því loknu var farið út að borða á Einarshúsi þar sem útskriftin fór svo fram. Núna kveðja börnin leikskólann eitt af öðru og halda á vit ævintýranna utan leikskólans. Þetta er glæsilegur hópur barna sem eru tilbúin að takast á við ný og krefjandi verkefni.

Þú ert hugrakkari en þig grunar,

snjallari en þú heldur

og sterkari en þér sýnist.