Fatnaður
Útbúnaður barnsins þarf alltaf að vera í samræmi við veðurfar. Nauðsynlegt er að barnið hafi meðferðis aukaföt og þann hlífðarfatnað til útiveru sem það hugsanlega þarf að nota hverju sinni.
Hólf barna þarf að tæma á föstudögum og nauðsynlegt er að foreldrar yfirfari töskurnar á hverjum degi til að ekkert vanti í þær að morgni.
Við förum út í öllum veðrum. Því er mikilvægt að viðeigandi fatnaður sé til staðar fyrir barnið ykkar.
Í sól og sumaryl, | rigningu og roki, | stormi og hríð, |
![]() |
![]() |
![]() |
Hér er listi yfir föt sem gott er að hafa í leikskólanum.
Aukaföt í leikskólanum (extra-clothes in the school)
- Nærbolir (Undershirts)
- Buxur (Pair of trousers)
- Sokkabuxur (Pair of tights)
- Stuttermabolur (T-shirt)
- Nærbuxur (Two pairs of underwear)
- Langermabolur (Long sleeve shirt)
- Pör af sokkum (Two pairs of socks)
- Bleiur (Diapers)
Útiföt sem barnið þarf að eiga (outdoor-clothes the child needs in the school)
- Úlpa (warm jacket) og snjóbuxur (snow trousers)
- Kuldagalli (snow suits)
- Húfa (warm hat)
- Regnjakki (rain-coat)
- Regnbuxur (rain-trousers)
- Ullarsokkar (warm socks)
- Vettlingar (mittens)
- Hlý peysa (pullover)
- Stigvél (Rain boots)
- Strigaskór (Sneakers)
*Mjög mikilvægt er að merkja allan fatnað barnsins (It´s very important to put the child´s name on it´s clothes)