Velkomin í Glaðheima

Leikskólinn Glaðheimar er við Hlíðarstræti 16 Bolungarvík.

Leikskólinn er opinn frá kl. 7:45-16:15 mánudaga til föstudaga.

Umsóknir um skólavist þurfa að berast skriflega til skólastjóra og er hægt að nálgast eyðublöð í leikskólanum eða rafrænt í gegnum heimasíðu leikskólans á http://gladheimar.leikskolinn.is/Upplysingar/Leikskolaumsokn.

Að ýmsu þarf að huga við innritun og gott er að kynna sér Innritunarreglur leikskólans sem eru á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar.

Úthlutun leikskólapláss fer fram í apríl ár hvert, því er mikilvægt að búið sé að sækja um leikskóladvöl tímalega svo barnið sé komið á biðlista fyrir komandi skólaár. Ef umsókn kemur eftir þann tíma er ekki hægt að tryggja að barnið fá leikskóladvöl þá um haustið.

Það er mikilvægt að foreldrar kynni sér starfið í leikskólanum vel en í foreldrahandbok er farið vel yfir helstu þætti og áherslur í starfinu ásamt hagnýtum upplýsingum.

Gjaldskrá leikskólans má sjá hér til hliðar og einnig á vef Bolungarvíkurkaupsstaðar www.bolungarvik.is .

Óskir þú eftir frekari upplýsingum er hægt að hafa samband við stjórnendur sem taka glaðir á móti öllum spurningum og ábendingum.

Leikskólastjóri: Salóme Halldórsdóttir
Sérkennslustjóri: Ástrós Þóra Valsdóttir

Við hlökkum til að kynnast barninu þínu og þér!