Lífsleikni í leikskóla
Lífsleikni
Leikskólinn vinnur eftir námsefninu Lífsleikni í leikskóla og er gefið út af þrem leikskólum á Akureyri: Síðusel, Krógaból og Sunnuból. Lífsleikni er kennd í gegnum dygðir og byggist á alhliða þroska barns, færni þess til samskipta, rökrænnar tjáningar og til að bera virðingu fyrir umhverfi sínu. Lögð er áhersla á að barnið öðlist námshæfni er unnið með 12 dygðir.
Ábyrgð |
Kurteisi |
Áreiðanleiki |
Samkennd |
Glaðværð |
Sköpunargleði |
Hjálpsemi |
Vinsemd |
Hófsemi |
Virðing |
Hugrekki |
Þolinmæði |
Í Glaðheimum eru dygðirnar sem rauður þráður í öllu starfi innan leikskólans. Lögð er áhersla á að barnið skilji dygðir og noti í daglegu starfi.
Markmiðið er að barnið sýni góða hegðun af því að: “Hugurinn segir mér það”
Deildar skólans vinna sérstaklega með 2-3 dygðir allt skólaárið í bland við aðrar dygðir.
Gil vinnur markvisst með vinsemd, virðingu og samkennd
Grundir vinnur markvisst með hjálpsemi og áreiðanleika
Grásteinn vinnur markvisst með þolinmæði og hugrekki
Reglulega eru sendir dygðarvísar heim, í tölvupósti og einnig má sjá þeim bregða fyrir á skilaboðaskjá leikskólans
Kennsluefnið, Lífsleikni í leikskóla, er aðgengilegt og skýrt fyrir kennara sem nýta það í starfi á einn eða annan hátt. Kennsluefnið er eftirfarandi:
36 verkefnaspjöld – með skipulögðum hópastarfstímum.
Handbók fyrir kennara.
Söngbók.
Handbrúða og tólf sögur með henni.
Geisladiskur með ýmsum vinnuskjölum s.s. dygðavísum ofl.
Tvær loðtöflusögur.