news

Janúar í Galðheimum

31 Jan 2024

Nýja árið fer vel af stað hjá okkur í Glaðheimum. Það hefur verið mikið um viðburði meðal annars sólarpönnukökur og þorrablót. Börnin gerðu þorrahatta og smökkuðu þorramat við mis góðar undirtektir. Sólarpönnukökurnar eru alltaf vinsælar, þá er gerð notaleg svokölluð ,,kaffihúsa" stemming inná deildum og börnin gæða sér á pönnukökum og halda í vonina að sólin fari að skína sem fyrst.

Grásteinn bauð uppá vinastund í salnum og svo var haldinn dótadagur.

Í dag 31. janúar var byrjað að bjóða uppá morgunmat í leikskólanum. Í dag fengu börnin morgunkorn, lýsi og mjólk. Við munum svo bjóða uppá þennan hefðbundna morgunmat, hafragraut, jógurt, morgunkorn og meðlæti. Einnig verður í boði ávextir og grænmeti.

Við fengum að gjöf síðasta vetur gönguskíði frá velunnum leikskólans og hafa kennarar og börn verið dugleg í janúar að skella sér út að æfa.